Norður ♠ 7 ♥ ÁK1032 ♦ Á542 ♣ 753 Vestur ♠ 1093 ♥ D7 ♦ KD863 ♣ ÁD4 Austur ♠ KD62 ♥ G964 ♦ G10 ♣ KG6 Suður ♠ ÁG854 ♥ 85 ♦ 97 ♣ 10982 Suður spilar 2♠

Norður

♠ 7

♥ ÁK1032

♦ Á542

♣ 753

Vestur

♠ 1093

♥ D7

♦ KD863

♣ ÁD4

Austur

♠ KD62

♥ G964

♦ G10

♣ KG6

Suður

♠ ÁG854

♥ 85

♦ 97

♣ 10982

Suður spilar 2♠.

Á kerfiskorti Dananna Lahrmanns og Plejdrups segir að þó svo að opnun þeirra á veikum tveimur geti verið byggð á fimmlit þá sé hún í grundvallaratriðum „heilbrigð“. En hvað er heilbrigt og óheilbrigt þegar sagnir eiga í hlut? Hlýtur það ekki alltaf að vera „smagssag“?

Christian Lahrmann leit svo á að suðurhöndin væri nógu hraust til að standa undir opnun á 2♠. Þetta var í síðari leik við Ísland á Norðurlandamótinu þar sem allt gekk Dönum í hag og þar á meðal þetta spil. Hvorki Matthías Gísli Þorvaldsson í vestur né Birkir Jón Jónsson í austur gátu með góðri samvisku blandað sér í sagnir og innheimtu 150-kall fyrir þrjá niður í ódobluðu spili. Ekki alvont kannski, nema fyrir þá staðreynd að 3G vinnast auðveldlega í AV og þar enduðu Danir á hinu borðinu eftir heilsusamlegt pass suðurs í byrjun.