Klíníkin Framkvæmdir eru hafnar við að tengja saman Ármúla 7 og 9.
Klíníkin Framkvæmdir eru hafnar við að tengja saman Ármúla 7 og 9. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verið er að stækka húsnæði Klíníkurinnar við Ármúla í Reykjavík úr 2.400 fermetrum í rúmlega 7.000 fermetra. Við Klíníkina starfa samtals um 70 starfsmenn en búist er við því að starfsmannafjöldi verði um 130 manns eftir stækkunina

Kári Freyr Kristinsson

karifreyr@mbl.is

Verið er að stækka húsnæði Klíníkurinnar við Ármúla í Reykjavík úr 2.400 fermetrum í rúmlega 7.000 fermetra. Við Klíníkina starfa samtals um 70 starfsmenn en búist er við því að starfsmannafjöldi verði um 130 manns eftir stækkunina. Sigurður Ingiberg Björnsson framkvæmdastjóri væntir þess að húsnæðið verði tilbúið haustið 2024.

Hann segir að með stækkuninni fjölgi skurðstofum og að auki verði legudeild fyrir 32 manns en Klíníkin sérhæfi sig í aðgerðum þar sem sjúklingar þurfa innlögn eftir aðgerð.

Sigurður segir að ný verkjaklíník hefji starfsemi á næstu misserum en búið er að ráða lækni frá Bandaríkjunum til þess að leiða uppbygginguna. Nýleg skýrsla heilbrigðisráðuneytisins sýnir fram á að 56.000 Íslendingar séu með langvinna verki og þriðjungur þeirra sé óvinnufær vegna kvala. Mikil eftirspurn sé eftir verkjameðferð og Klíníkin ætli að kynna ýmsar nýjungar á því sviði með þessari nýju starfsemi. » 2