Hljómsveit saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar og brasilíska söngvarans og gítarleikarans Ife Tolentino kemur fram á sumartónleikaröð Jómfrúarinnar á morgun, 10. júní, kl. 15. Með þeim leika þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur

Hljómsveit saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar og brasilíska söngvarans og gítarleikarans Ife Tolentino kemur fram á sumartónleikaröð Jómfrúarinnar á morgun, 10. júní, kl. 15. Með þeim leika þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. „Ife mun leiða hópinn í gegnum sömbur, bossa nova og aðra stíla frá heimalandi sínu. Auk nokkurra frumsaminna laga verða kynntar endurtúlkanir á verkum frábærra brasilískra höfunda,“ segir í tilkynningu.