Innkaup embættis ríkislögreglustjóra (RLS) á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa. Þess í stað tók RLS þá ákvörðun að fara í svonefnd bein samningskaup, þ.e

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Innkaup embættis ríkislögreglustjóra (RLS) á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa. Þess í stað tók RLS þá ákvörðun að fara í svonefnd bein samningskaup, þ.e. innkaupaferli án útboðs. Kemur þetta fram í skriflegum svörum Ríkiskaupa við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Kaup RLS á skotvopnum, skotfærum, ökutækjum, fatnaði og öðrum búnaði fyrir lögregluna nam 336 milljónum króna. Þar af voru vopn og skotfæri keypt fyrir 185 milljónir, án útboðs.

Hafa Ríkiskaup nú óskað eftir því við RLS að innkaupin verði tilkynnt með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins (TED) ásamt rökstuðningi fyrir vali á innkaupaferli. Þá leggja Ríkiskaup áherslu á að undantekningum útboðsskyldu skuli ekki beitt nema „á grundvelli lagaheimilda og að vel ígrunduðu máli“.