Anne Holt
Anne Holt — Ljósmynd/Lars Eivind Bones
Norska dagblaðið Klassekampen birti nýverið viðtal við rithöfundinn og fyrrverandi dómsmálaráðherra Anne Holt, sem fékk umrædda til þess að reka upp stór augu. Í ljós kom að blaðamenn dagblaðsins höfðu alls ekki tekið viðtal við hana, heldur alnöfnu hennar

Norska dagblaðið Klassekampen birti nýverið viðtal við rithöfundinn og fyrrverandi dómsmálaráðherra Anne Holt, sem fékk umrædda til þess að reka upp stór augu. Í ljós kom að blaðamenn dagblaðsins höfðu alls ekki tekið viðtal við hana, heldur alnöfnu hennar. Frá þessu greindi danska dagblaðið Politiken. Ritstjóri Klassekampen segir uppákomuna vera áminningu fyrir blaðamenn um að tryggja réttar upplýsingar.