Óbeygjanlega lýsingarorðið sláandi: áberandi, hefur verið farið að breiðast út fyrir svo sem 150 árum. Einhverjum þykir grunsamlegt að slående fyrirfinnst í nágrannamálum

Óbeygjanlega lýsingarorðið sláandi: áberandi, hefur verið farið að breiðast út fyrir svo sem 150 árum. Einhverjum þykir grunsamlegt að slående fyrirfinnst í nágrannamálum. En Málfarsbankinn tekur af skarið: Orðið sláandi er gott og gilt. „Ég þyki sláandi líkur Napóleoni, nema hvað ég er ljóshærður.“