Háalda EPPM vill finna lausnir í samræmi við Skipulagsstofnun.
Háalda EPPM vill finna lausnir í samræmi við Skipulagsstofnun. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Stjórnendur þýska fyrirtækisins E P Power Minerals (EPPM) hyggjast ótrauðir halda áfram undirbúningi að vikurnáminu á Mýrdalssandi til útflutnings og hafa fulla trú á kostum þess við að kolefnisjafna sementsiðnaðinn í Evrópu, þrátt fyrir að…

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Stjórnendur þýska fyrirtækisins E P Power Minerals (EPPM) hyggjast ótrauðir halda áfram undirbúningi að vikurnáminu á Mýrdalssandi til útflutnings og hafa fulla trú á kostum þess við að kolefnisjafna sementsiðnaðinn í Evrópu, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi í áliti á umhverfismati komist að þeirri niðurstöðu að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.

Þetta staðfesti Julian Hälker, sem hefur verið verkefnisstjóri EPPM-fyrirtækisins, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Halker segir að fyrirtækið hafi fengið álitsgerð Skipulagsstofnunar í hendur í seinustu viku og nú standi yfir greiningarvinna á efni hennar innan fyrirtækisins. Þegar henni verður lokið verði haft samband við Skipulagsstofnun og aðra hlutaðeigandi aðila sem hagsmuna eiga að gæta.

„Fyrirtæki okkar hefur mikla trú á möguleikum þessa verkefnis við að styðja kolefnislosun í byggingarefnaframleiðslu í Evrópu. Í ljós þess ætlar fyrirtæki okkar að halda áfram þróun verkefnisins og finna lausnir í samræmi við Skipulagsstofnun og hagsmunaaðila á svæðinu,“ segir hann. omfr@mbl.is

Höf.: Ómar Friðriksson