— Ljósmynd/Mummi Lú
Salomon Hengill Ultra Trail-­utanvegahlaupið í Hveragerði fór fram um helgina. Rúmlega níu hundruð manns tóku þátt í því en þetta er í tólfta sinn sem mótið er haldið. Boðið var upp á fjölbreyttar hlaupaleiðir, en sú lengsta var 161 kílómetri

Salomon Hengill Ultra Trail-­utanvegahlaupið í Hveragerði fór fram um helgina. Rúmlega níu hundruð manns tóku þátt í því en þetta er í tólfta sinn sem mótið er haldið.

Boðið var upp á fjölbreyttar hlaupaleiðir, en sú lengsta var 161 kílómetri. Fimm reyndu við lengstu leiðina en einungis tveir kláruðu. Það voru þeir Adam Komorowski frá Póllandi, sem kláraði fyrstur, og Rúmeninn Mihai Serban.

Næstlengstu leiðirnar sem hægt var að hlaupa voru 106 og 53 kílómetrar. Sölvi Snær Egilsson og Dalrós Ingadóttir unnu 106 kílómetra hluta mótsins. Thelma Björk Einarsdóttir kom fyrst í mark á 53 kílómetra leiðinni á tímanum 5:27:23, sem er brautarmet. Sigurjón Ernir Sturluson sigraði í karlaflokki í þessari vegalengd.