Þjóðfáninn Honum skal flaggað sér samkvæmt leiðbeiningum.
Þjóðfáninn Honum skal flaggað sér samkvæmt leiðbeiningum. — Morgunblaðið/Arnaldur
Lögreglan á Vestfjörðum dró niður íslenska fánann sem flaggað hafði verið á lóðinni hjá grunnskólanum og íþróttamiðstöðinni í Bolungarvík vegna hátíðahalda um sjómannadagshelgina. Fáninn blakti á stöng á milli tveggja fána sjómannadagsins

Lögreglan á Vestfjörðum dró niður íslenska fánann sem flaggað hafði verið á lóðinni hjá grunnskólanum og íþróttamiðstöðinni í Bolungarvík vegna hátíðahalda um sjómannadagshelgina. Fáninn blakti á stöng á milli tveggja fána sjómannadagsins. Hið sama var upp á teningnum fyrir utan ráðhúsið en þar fékk fáninn að vera.

Staðarmiðillinn Bæjarins besta óskaði eftir svörum frá lögreglunni og fékk þau svör að fánanum hefði verið flaggað innan um félagsfána. Í leiðbeiningum forsætisráðuneytisins um notkun fánans segir að aðrir fánar skuli vera í röðum eða þyrpingum aðskildum frá þjóðfánanum. „Við tökum aldrei niður íslenska fánann með þessum hætti sem hér um ræðir nema við teljum að fánalögum hafi ekki verið fylgt. Þannig var það í þessu tilviki,“ segir í svari lögreglunnar.

BB segir hins vegar að ekki sé á þetta minnst í fánalögunum sjálfum.