Vegur Yfirlitsmynd af hluta nýja Arnarnesvegarins í Kópavoginum.
Vegur Yfirlitsmynd af hluta nýja Arnarnesvegarins í Kópavoginum. — Tölvumynd/Vegagerðin
„Þau standast ekki útboðskröfur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við mbl.is um tvö lægstu tilboðin í gerð nýs Arnarnesvegar, tilboð Óskataks ehf. og Háfells ehf

„Þau standast ekki útboðskröfur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við mbl.is um tvö lægstu tilboðin í gerð nýs Arnarnesvegar, tilboð Óskataks ehf. og Háfells ehf.

Hins vegar hyggst Vegagerðin semja við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. sem buðu 1.334 milljónum meira í gerð Arnarnesvegarins nýja sem auk þess er 616 milljónum yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar um Arnarnesveginn sem samkvæmt áætlun á að vera tilbúinn sumarið 2026.

Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ganga ekki að lægstu tilboðum er að tilboðsgjafar teljast ekki uppfylla skilyrði um meðalársveltu sem skuli nema fimmtíu prósentum af tilboðsfjárhæð. Telja forsvarsmenn Óskataks og Háfells að túlkunin velti á því hvernig reiknað sé – meðalársvelta síðustu þriggja ára nái tilboðsupphæð. atlisteinn@mbl.is