Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona og Hrólfur Vagnsson harmonikuleikari munu flytja tónlist á þjóðlegum nótum í bland við franska og suðurameríska tónlist á tónleikum í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ annað kvöld, 13

Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona og Hrólfur Vagnsson harmonikuleikari munu flytja tónlist á þjóðlegum nótum í bland við franska og suðurameríska tónlist á tónleikum í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ annað kvöld, 13. júní. Hefjast þeir kl. 19.30.

„Rödd og harmonika njóta sín í samhljómi sem á það til að vera angurvær og seiðandi, en leikandi léttleiki og fjörlegir taktar eru aldrei langt undan,“ segir m.a. um tónleikana í tilkynningu.