Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason gerir viðtal Morgunblaðsins við seðlabankastjóra í liðinni viku að umtalsefni á vefsíðu sinni: „Ásgeir sagði meðal annars frá símtali við Aðalstein Leifsson, þáv. ríkissáttasemjara, sem vildi að við vaxtaákvarðanir yrði haft til hliðsjónar að Ragnar Þór Ingólfsson „formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr Seðlabankanum“.

Björn Bjarnason gerir viðtal Morgunblaðsins við seðlabankastjóra í liðinni viku að umtalsefni á vefsíðu sinni: „Ásgeir sagði meðal annars frá símtali við Aðalstein Leifsson, þáv. ríkissáttasemjara, sem vildi að við vaxtaákvarðanir yrði haft til hliðsjónar að Ragnar Þór Ingólfsson „formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr Seðlabankanum“.

Björn nefnir fimm gömul dæmi um hvatvísi Ragnars Þórs: „(1) Hann boðaði að hann ætlaði að stofna stjórnmálaflokk; (2) hann vildi ekki að fólk eða lífeyrissjóðir keyptu hlutabréf í Icelandair; (3) hann ætlaði að verða forseti ASÍ en yfirgaf ASÍ-þingið; (4) hann gerði kjarasamning en skrifaði ekki undir hann; (5) hann boðaði fundaröð á Austurvelli til að lækka vexti en hélt bara einn fund. Nú er svo upplýst að í von um kjarasamning lét ríkissáttasemjari sig hafa það að hringja í seðlabankastjóra með tilmælum um að ákvarðanir um vexti yrðu teknar með hliðsjón af skaplyndi formanns VR.“

Björn vitnar í eftirfarandi orð Ásgeirs í viðtalinu: „Ég er alltaf bjartsýnn og ég tel að fólk hljóti að hafa dregið lærdóm af síðasta vetri. Það er ekki hægt að breyta hagfræðilögmálum með því að halda mótmæli á Austurvelli.“

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Hann má þó ekki liggja í þagnargildi,“ skrifar Björn að lokum.