Hvítur á leik
Hvítur á leik
Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurvegari mótsins, indverski stórmeistarinn Arjun Erigaisi (2.701), hafði hvítt gegn spænskum kollega sínum í stétt stórmeistara, Hipolito Gargatagli Asis (2.519)

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurvegari mótsins, indverski stórmeistarinn Arjun Erigaisi (2.701), hafði hvítt gegn spænskum kollega sínum í stétt stórmeistara, Hipolito Gargatagli Asis (2.519). 55. De4! Hxf2+ 56. Kxf2 Db2+ 57. Kf3 og svartur gafst upp. VignirVatnar.is heldur sitt fyrsta skákmót í kvöld og hefst taflið kl. 18.30 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 3+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Nokkuð vegleg verðlaun eru í boði, sjá nánari upplýsingar á VignirVatnar.is og skák.is. Þessa dagana taka nokkrir íslenskir skákmenn þátt í alþjóðlegu móti sem haldið er í tékknesku borginni Teplice en síðar í sumar verða enn fleiri íslenskir skákmenn á faraldsfæti.