Flugvél Viðbót í innanlandsflotann.
Flugvél Viðbót í innanlandsflotann. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Icelandair tók um helgina í notkun þriðju vélina af gerðinni DHC-8 Q400. Fyrir var félagið með tvær slíkar vélar, en þær eru mikið notaðar í Akureyrar- og Egilsstaðaflugi svo og í Grænlandsferðum. Vélar þessar hafa verið í flota Icelandair frá 2016 og taka 76 farþega

Icelandair tók um helgina í notkun þriðju vélina af gerðinni DHC-8 Q400. Fyrir var félagið með tvær slíkar vélar, en þær eru mikið notaðar í Akureyrar- og Egilsstaðaflugi svo og í Grænlandsferðum. Vélar þessar hafa verið í flota Icelandair frá 2016 og taka 76 farþega. Þá er Icelandair með aðrar þrjár vélar af gerðinni DHC-8 Q200. Þær taka 37 farþega og reynslan er góð; svo sem í flugi til og frá Ísafirði og Kulusuk á Grænlandi. sbs@mbl.is