— Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Segja má að lífið hafi leikið við viðstadda í Laugardalnum á laugardagsmorguninn þegar hið árlega Color Run-litahlaup fór þar fram. Áætlað er að rúmlega 5.000 manns hafi tekið þátt í hlaupinu að þessu sinni, enda veðrið eins og best verður á kosið

Segja má að lífið hafi leikið við viðstadda í Laugardalnum á laugardagsmorguninn þegar hið árlega Color Run-litahlaup fór þar fram. Áætlað er að rúmlega 5.000 manns hafi tekið þátt í hlaupinu að þessu sinni, enda veðrið eins og best verður á kosið.

Eliza Reid forsetafrú ræsti hlaupið kl. 11, en að auki voru fjörleg tónlistaratriði frá Diljá eurovisionfara og Emmsjé Gauta. Þá héldu samfélagsmiðlastjörnurnar Eva Ruza og Gústi B. uppi stemningunni ásamt dönsurum, en Sena Live stóð fyrir viðburðinum.

Hlaupið var fyrst haldið hér á landi árið 2015, en það er hugsað sem fjölskylduvænt hlaup, þar sem aðalatriðið er að vera með.