Tímamót George Soros hefur verið áberandi bæði á sviði viðskipta og stjórnmála síðustu hálfa öldina.
Tímamót George Soros hefur verið áberandi bæði á sviði viðskipta og stjórnmála síðustu hálfa öldina.
Í viðtali sem Wall Street Journal birti um helgina upplýsti milljarðamæringurinn George Soros að hann hefði valið son sinn Alexander til að taka við viðskiptaveldi sínu. WSJ segir að valið muni koma sumum í opna skjöldu og að margir hafi búist við…

Í viðtali sem Wall Street Journal birti um helgina upplýsti milljarðamæringurinn George Soros að hann hefði valið son sinn Alexander til að taka við viðskiptaveldi sínu.

WSJ segir að valið muni koma sumum í opna skjöldu og að margir hafi búist við að Soros, sem er 92 ára gamall, myndi ekki stíga til hliðar á meðan hann væri enn á lífi. Aðrir höfðu búist við að Jonathan Soros, 52 ára gamall hálfbróðir Alexanders, tæki við keflinu en hann er lögfræðingur að mennt og hefur starfað í fjármálageiranum. Alexander er 37 ára gamall og með doktorsgráðu í sagnfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley.

Í umfjöllun WSJ kemur fram að auðæfi Sorosar, sem hann hefur byggt upp á rúmlega hálfrar aldar ferli, eru metin á 25 milljarða dala en góðgerðarsjóður hans, OSF, ver ár hvert 1,5 milljörðum dala til að styðja við góðgerðarstarf og pólitíska þrýstihópa. Alexander var nýlega kjörinn formaður stjórnar OSF, en sjóðurinn lagði m.a. ríka áherslu á að styðja lýðræðissinnaða hópa í Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins og beitti sér af krafti gegn forsetaframboði George W. Bush árið 2004. Árið 2008 studdi OSF dyggilega við framboð Baracks Obama. ai@mbl.is