Herveldi USS Delaware er af Virginíu-gerð kafbáta og tekinn í notkun 2020.
Herveldi USS Delaware er af Virginíu-gerð kafbáta og tekinn í notkun 2020. — Ljósmynd/Sjóher Bandaríkjanna
Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom á mánudag til hafnar í Oyrareingjum í Færeyjum. Er þetta í fyrsta skipti sem kjarnorkukafbátur leggst að bryggju þar í landi, en bátar Bandaríkjanna hafa sótt þjónustu til Færeyja, líkt og þeir gera hér á Íslandi

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom á mánudag til hafnar í Oyrareingjum í Færeyjum. Er þetta í fyrsta skipti sem kjarnorkukafbátur leggst að bryggju þar í landi, en bátar Bandaríkjanna hafa sótt þjónustu til Færeyja, líkt og þeir gera hér á Íslandi. Greint er frá þessu á færeysku fréttasíðunni dagur.fo.

Sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, Alan Leventhal, hefur boðað komu sína til Færeyja í þeim tilgangi að hitta þar áhöfn kafbátsins, en alls eru 134 yfirmenn og sjóliðar í áhöfn USS Delaware.

Bandaríski sjóherinn hefur yfir að ráða þrenns konar bátum, þ.e. eldflaugakafbátum (SSBN) af Ohio-gerð, árásarkafbátum (SSN) af gerðunum Los Angeles, Seawolf og Virginíu og stýriflaugakafbátum (SSGN). Þeir voru upphaflega af Ohio-gerð en breytt á árunum 2002-2007 til að hýsa mikið magn af stýriflaugum. USS Delaware er af Virginíu-gerð, líkt og þeir bátar sem sækja þjónustu til Íslands. khj@mbl.is