Slökkvistarf Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna brunans í gær.
Slökkvistarf Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna brunans í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Eldur kviknaði í tveggja hæða húsi í Blesugróf við Bústaðaveg í Fossvoginum í gær. Mikill eldur geisaði í húsinu og þaki þess og staðfesti fulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að allt tiltækt slökkvilið hefði verið kallað út vegna brunans

Eldur kviknaði í tveggja hæða húsi í Blesugróf við Bústaðaveg í Fossvoginum í gær. Mikill eldur geisaði í húsinu og þaki þess og staðfesti fulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að allt tiltækt slökkvilið hefði verið kallað út vegna brunans. Talið er að upptök eldsins megi rekja til sprengingar sem hafi átt sér stað inni í húsinu, en að sögn fulltrúa slökkviliðsins er um lágreist timburhús að ræða.

Slökkviliðið náði tökum á eldinum fyrir kvöldmatarleytið í gær, en ekki var hægt að bjarga húsinu og hóf slökkviliðið að rífa þakið af og seinna allt húsið. Ekki er talið að slys hafi orðið á fólki í eldinum en sjónarvottar tjáðu Morgunblaðinu að íbú­ar hússins hefðu komið hlaup­andi út þegar elds­ins varð vart.