Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú efndu til móttöku á Bessastöðum fyrir keppendur Íslands í heimsleikum Special Olympics 2023. Tveir keppendur unnu til gullverðlauna á leikunum, sem fóru fram í Berlín, en það voru…
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú efndu til móttöku á Bessastöðum fyrir keppendur Íslands í heimsleikum Special Olympics 2023. Tveir keppendur unnu til gullverðlauna á leikunum, sem fóru fram í Berlín, en það voru sundkapparnir Katla Sif Ægisdóttir og Benjamín Lúkas Snorrason. Forsetafrúin var viðstödd leikana ásamt Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra og tóku þau þátt í opnunarathöfn þeirra og hvöttu íslensku keppendurna til dáða.