Evrópu Magdeburg og Veszprém voru saman í riðli á síðustu leiktíð.
Evrópu Magdeburg og Veszprém voru saman í riðli á síðustu leiktíð. — Morgunblaðið/Eggert
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn Evrópumeistara Magdeburgar, munu mæta Bjarka Má Elíssyni og félögum í Veszprém í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á næsta tímabili en dregið var í Vín í gær

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn Evrópumeistara Magdeburgar, munu mæta Bjarka Má Elíssyni og félögum í Veszprém í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á næsta tímabili en dregið var í Vín í gær. Í A-riðlinum verða tvö Íslendingalið; Kolstad sem Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með og Kielce sem Haukur Þrastarson leikur með. Drátturinn í heild er á mbl.is/sport/handbolti.