Bókin The Effective Executive, eftir Peter F. Drucker er komin út í íslenskri þýðingu undir nafninu Árangursríki stjórnandinn. Þýðandi bókarinnar er Kári Finnsson, hagfræðingur og markaðsstjóri hjá Creditinfo.
Bókin fjallar um grundvallaratriði sem ættu að reynast stjórnendum gott veganesti. Höfundurinn segir árangursríkan stjórnanda ekki þurfa vera leiðtoga í hefðbundnum skilningi orðsins heldur geta þeir verið með gjörólíka persónuleika. Hann veltir upp spurningunni um hvað það sé sem gerir stjórnanda árangursríkan? Hann segir alla þá árangursríku stjórnendur sem hann vann með á 65 ára ráðgjafarferli hans hafa fylgt sömu átta meginreglum, sem hann fer yfir í bókinni.
Drucker var frumkvöðull á sviði stjónunarfræða og hafa bækur hans og greinar, sem eru samanlagt yfir hundrað talsins, lagt grunninn að stjórnunarfræði í nútímanum.