Leikkonan Angela Bassett, leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Mel Brooks og klipparinn Carol Littleton munu hljóta hinn svokallaða heiðurs-Óskar á Governors-verðlaunahátíðinni sem haldin verður 18. nóvember.
Þetta hefur Variety eftir tilkynningu frá Bandarísku kvikmyndaakademíunni. Þá mun Michelle Satter, stofnandi kvikmyndasmiðju Sundance-stofnunarinnar, hljóta mannúðarverðlaun sem kennd eru við Jean Hersholt. Haft er eftir forseta Kvikmyndaakademíunnar, Janet Yang, að fjórmenningarnir séu „frumkvöðlar sem hafi umbreytt kvikmyndabransanum og veitt nýjum kynslóðum kvikmyndagerðarmanna og áhugafólks innblástur.