EM Guðjón Valur og Ólafur unnu sæta sigra með landsliði Íslands.
EM Guðjón Valur og Ólafur unnu sæta sigra með landsliði Íslands. — Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru í hópi 30 leikmanna sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, valdi í fyrstu „heiðurshöll“ sína í karlaflokki. Þeir unnu marga titla með evrópskum stórliðum og komust tvisvar á verðlaunapall á stórmótum með landsliði Íslands, ÓL 2008 og EM 2010

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru í hópi 30 leikmanna sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, valdi í fyrstu „heiðurshöll“ sína í karlaflokki. Þeir unnu marga titla með evrópskum stórliðum og komust tvisvar á verðlaunapall á stórmótum með landsliði Íslands, ÓL 2008 og EM 2010. Guðjón er markahæsti landsliðsmaður handboltans í heiminum í karlaflokki og Ólafur er sá fjórði markahæsti.