Jevgení Prigósjín
Jevgení Prigósjín
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvað gekk Jevgení Prigósjín til þegar hann ákvað að gera uppreisn í Rússlandi? Þýska tímaritið Der Spiegel birti í gær viðtal við fræðimanninn Herfried Münkler, sem rannsakað hefur málaliðahreyfingar í rás sögunnar.

Hvað gekk Jevgení Prigósjín til þegar hann ákvað að gera uppreisn í Rússlandi? Þýska tímaritið Der Spiegel birti í gær viðtal við fræðimanninn Herfried Münkler, sem rannsakað hefur málaliðahreyfingar í rás sögunnar.

Með sókn sinni í átt að Moskvu var hann sennilega að bregðast við því að Sergei Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, ætlaði að færa allar málaliðasveitir – Wagner-sveitirnar eru ekki þær einu í Rússlandi – undir yfirstjórn hersins,“ segir Münkler. Þar með hefði Prigósjín sem sjálfstæður leikandi verið tekinn úr sambandi, bæði hernaðarlega og pólitískt. Ætlun hans var því að koma Sjoígú og Valerí Gerasimov, æðsta yfirmanni hersins, frá. Ég held hann hafi haft minni hugmynd um hverju hann vildi ná fram, heldur frekar hvað hann vildi koma í veg fyrir. Það skýrir líka hvers vegna fyrirætlanir hans hrundu svona fljótt.“

Münkler segir að eftir á að hyggja líti úr fyrir að Prigósjín hafi verið gripinn örvæntingu. Hann hafi haldið að Vladimír Pútín forseti myndi standa með sér, en þar hafi honum skjátlast hrapallega.

Münkler bætir við: „Ég geri ráð fyrir að Rússar muni fyrr eða síðar ráða Prigósjín af dögum. Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra í Rússlandi, sem greinilega hefur veitt honum hæli, mun tæplega standa í vegi fyrir [rússnesku] leyniþjónustunni.“