Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson, ásamt hljómsveit, fagna útgáfu á plötu Ifes með tónleikum í Flóa Hörpu, í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Á plötunni er að finna „skúffulög út fórum Ife“ sem…
Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson, ásamt hljómsveit, fagna útgáfu á plötu Ifes með tónleikum í Flóa Hörpu, í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Á plötunni er að finna „skúffulög út fórum Ife“ sem þeir félagar munu flytja ásamt brasilískum lögum „héðan og þaðan“. Fram koma auk Ife og Óskars, þeir Ómar Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Skúli Sverrisson og Einar Scheving.