Ítalía Anna Björk hefur leikið með Inter Mílanó undanfarin tvö ár.
Ítalía Anna Björk hefur leikið með Inter Mílanó undanfarin tvö ár. — Ljósmynd/Inter
Knattspyrnukonan reynda, Anna Björk Kristjánsdóttir, er gengin til liðs við Val. Hún hefur leikið erlendis undanfarin sjö ár, að einu tímabili með Selfossi undanskildu, og kemur frá Inter Mílanó á Ítalíu

Knattspyrnukonan reynda, Anna Björk Kristjánsdóttir, er gengin til liðs við Val. Hún hefur leikið erlendis undanfarin sjö ár, að einu tímabili með Selfossi undanskildu, og kemur frá Inter Mílanó á Ítalíu. Anna lék með Le Havre í Frakklandi, PSV í Hollandi, Limhamn og Örebro í Svíþjóð. Fram að því spilaði hún með KR og svo Stjörnunni þar sem hún varð þrisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari. Anna hefur leikið 44 landsleiki.