Skalli Víkingurinn Erna Guðrún Magnúsdóttir reynir skalla að marki HK í gær en HK-ingurinn Kristín Anítudóttir Mcmillan reynir að verjast.
Skalli Víkingurinn Erna Guðrún Magnúsdóttir reynir skalla að marki HK í gær en HK-ingurinn Kristín Anítudóttir Mcmillan reynir að verjast. — Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson
Víkingur úr Reykjavík er með fimm stiga forskot á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir nauman sigur gegn HK, 3:1, í 9. umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gær. Erna Guðrún Magnúsdóttir kom Víkingum yfir á 39

Víkingur úr Reykjavík er með fimm stiga forskot á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir nauman sigur gegn HK, 3:1, í 9. umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gær.

Erna Guðrún Magnúsdóttir kom Víkingum yfir á 39. mínútu af stuttu færi úr teignum eftir hornspyrnu. Katrín Rósa Egilsdóttir jafnaði metin fyrir HK á 66. mínútu eftir að hún slapp ein í gegn og hún skoraði af öryggi framhjá Sigurborgu Sveinbjörnsdóttur í marki Víkinga. Birta Birgisdóttir kom Víkingum svo yfir á nýjan leik á 81. mínútu með skoti utan teigs sem hafði viðkomu í varnarmönnum HK. Bergdís Sveinsdóttir innsiglaði svo sigur Víkinga með marki úr hornspyrnu á 87. mínútu.

Víkingar eru með 22 stig í efsta sætinu en HK er í öðru sætinu með 17 stig. Fylkir fylgir þar á eftir með 16 stig en Árbæingar eiga leik til góða á toppliðin.