Stuttmynd Unu Lorenzen, Að elta fugla, var valin besta teiknaða stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai í Kína 18. júní síðastliðinn. Hátíðin er sú virtasta í Asíu og jafnframt sú elsta en hún hefur verið haldin síðan 1993
Stuttmynd Unu Lorenzen, Að elta fugla, var valin besta teiknaða stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai í Kína 18. júní síðastliðinn. Hátíðin er sú virtasta í Asíu og jafnframt sú elsta en hún hefur verið haldin síðan 1993. Una leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar en hún er unnin í íslensk-kanadísku samstarfi. Að elta fugla hlaut nýverið verðlaun á Prends ça court og Rendezvous Quebec Cinema. Hún var einnig valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2022.