Vonandi heldur enginn því fram að „gatakerfið“ sé sprungið. Málnotendur eru vanir því að gata verði til gatna í eignarfalli fleirtölu og þekkja vel klukkna-hljóm, dúfna-kofa og mörg önnur kvenkyns nafnorð sem beygjast eins

Vonandi heldur enginn því fram að „gatakerfið“ sé sprungið. Málnotendur eru vanir því að gata verði til gatna í eignarfalli fleirtölu og þekkja vel klukkna-hljóm, dúfna-kofa og mörg önnur kvenkyns nafnorð sem beygjast eins. Þar á meðal er kúla – sbr. kúlna-hríð. Undantekningar eru margar, en grípum ekki „til gúmmíkúla.“