— Ljósmynd/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Tilvalið er að sjóða það áður en haldið er út á þjóðveginn. Pestó er hentugt í ferðalagið þar sem lykilhráefni þess er olía sem þarfnast ekki kælingar. Hægt er að bæta við ýmsu hráefni í réttinn svo sem grilluðum kúrbít og papriku svo fátt eitt sé nefnt

Tilvalið er að sjóða það áður en haldið er út á þjóðveginn. Pestó er hentugt í ferðalagið þar sem lykilhráefni þess er olía sem þarfnast ekki kælingar. Hægt er að bæta við ýmsu hráefni í réttinn svo sem grilluðum kúrbít og papriku svo fátt eitt sé nefnt. Í þessum pastarétti eru tómatar í aðalhlutverki enda þurfa þeir ekki að vera í kæli og því upplagt að setja þá út í pastað þegar þess er neytt. Einnig er gott að setja kaldan soðinn kjúkling í réttinn til að bæta í hann prótíni.

Pestópasta með pekanhnetum og tómötum

250 g ósoðnar pastaskrúfur

2 msk. salt fyrir pastavatnið

pestó með pekanhnetum

1 askja kirsuberjatómatar

¼ rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar

½ fetaostskubbur (má sleppa)

Setjið vatn í víðan pott og saltið, látið suðuna koma upp og hellið pastaskrúfunum ofan í. Sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka, oftast u.þ.b. 8-10 mínútur, til að athuga suðuna er best að veiða eina skrúfu upp og smakka. Þegar pastað er tilbúið takið það upp úr og setjið í sigti, látið renna svolítið kalt vatn svo suðan stoppi og pastað klessist ekki saman. Best er að taka pastað ómeðhöndlað með og setja réttinn svo saman þegar komið er á áfangastað. Blandið pestóinu og pastanu vel saman en ágætt er að geyma u.þ.b. ¼ og bera fram með réttinum fyrir þá sem vilja meira pestó. Skerið tómatana til helminga og setjið út í ásamt rauðlauknum og bætið grófum bitum af fetaosti saman við. Pestóið gerir þennan einfalda rétt að algeru sælgæti og hann má líka nota sem meðlæti með grilluðu kjöti.

Pekanhnetupestó

1 stórt búnt af basilíku

60-70 g parmaseanostur

50 g ristaðar furuhnetur

1 lítill hvítlauksgeiri, má sleppa

1 ½ tsk. hunang

1 sítróna, safi notaður

1 tsk. salt, eða eftir smekk

1 tsk. pipar eða eftir smekk

1 ½-2 dl gæða ólífuolía

u.þ.b. 70 g pekanhnetur, þurrristaðar á pönnu, kældar

Takið laufin af stilkinum á basilíkunni og setjið þau í matvinnsluvél eða notið töfrasprota. Brjótið parmesanostinn gróft og setjið út í. Bætið furuhnetum, hvítlauki, hunangi og sítrónusafa úr ½ sítrónu saman við og setjið ½ dl af olíu út í. Blandið saman og bætið síðan restinni af olíunni saman við í skömmtum á meðan vélin er látin ganga. Látið svo restina af sítrónusafanum út í en passið að smakka til, misjafnt er hversu mikla sítrónu þarf. Kryddið með salti og pipar og smakkið pestóið til. Setjið í krukku eða box og blandið pekanhnetunum saman við, mögulega þarf að bæta við olíu þegar hneturnar eru komnar saman við en það er þó smekksatriði.

Höf.: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir |