Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á leið til Midtjylland í Danmörku frá PAOK í Grikklandi þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur ár. Tipsbladet í Danmörku segir að viðræður séu komnar langt og ekki beri mikið milli félaganna
Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á leið til Midtjylland í Danmörku frá PAOK í Grikklandi þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur ár. Tipsbladet í Danmörku segir að viðræður séu komnar langt og ekki beri mikið milli félaganna. Midtjylland er sagt reiðubúið til að greiða um hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Sverri sem er fáheyrð upphæð þegar danskt félag á í hlut. PAOK er þó sagt vilja aðeins meira.