Ríkiskaup Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa.
Ríkiskaup Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa.
Þó að útboð ríkisins geti verið tímafrek getur fjárhagslegur ávinningur þeirra verið mikill. Um þetta fjallar Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa, í færslu á Linkedin í gær. Hún segir að stofnunin hafi sett upp fjárhagslegan…

Þó að útboð ríkisins geti verið tímafrek getur fjárhagslegur ávinningur þeirra verið mikill.

Um þetta fjallar Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa, í færslu á Linkedin í gær. Hún segir að stofnunin hafi sett upp fjárhagslegan sparnaðarmælikvarða við hvert og eitt útboðsverkefni það sem af er þessu ári.

„Það er ánægjulegt að sjá svart á hvítu að það er ávinningur af útboðum Ríkiskaupa. Raunar nemur fjárhagslegi ávinningurinn það sem af er ári 704.313.553 krónum sé miðað við meðaltalsverð tilboða og endanlegt samningsverð í um 70 útboðum,“ segir Sara Lind og bætir við að þennan sparnað geti opinberir kaupendur þá til dæmis nýtt til að efla þá þjónustu sem þeim er falið að sinna almenningi til hagsbóta.

Hún segir að kaupendur velti því oft upp hvort þörf sé á því að fara í útboð og það sé upplifun margra af útboðum að þau séu tímafrek og skili jafnvel litlum sem engum ávinningi. Hún bætir við að það sé þó sannleikskorn í því að útboð geti verið tímafrek, sér í lagi þegar viðskiptavinir og þjónustuaðilinn eru ekki samstiga í því að fylgja eftir verkáætlun eða þegar verk er ekki nægilega vel undirbúið.

„Við því er engin töfralausn önnur en að hefja undirbúning að innkaupum í tíma svo hægt sé að ná fram raunverulegum ávinningi, hvort heldur sem hann er fjárhagslegur eða af öðrum gæðum,“ segir hún í færslunni.
magdalena@mbl.is