Vinsæl Málverkið verðmæta.
Vinsæl Málverkið verðmæta. — AFP/Mathilde Bellenger
Málverkið „Kona með blævæng“ eftir Gustav Klimt var selt á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrr í vikunni og slegið á 108,4 milljónir bandaríkjadala (hátt í 14,8 milljarða íslenskra króna)

Málverkið „Kona með blævæng“ eftir Gustav Klimt var selt á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrr í vikunni og slegið á 108,4 milljónir bandaríkjadala (hátt í 14,8 milljarða íslenskra króna). Þar með varð verkið það dýrasta sem selt hefur verið á uppboði í Evrópu. Kaupandinn er safnari í Hong Kong. Þessu greinir Artnet frá.

Verkið er talið síðasta málverkið sem Klimt málaði, en það var enn á málaratrönunum þegar hann lést 1918. Metið sem nú var slegið fyrir dýrasta listaverk selt í Evrópu var sett 2010 þegar höggmyndin „Gangandi maður“ eftir Alberto Giacometti var selt fyrir 104,3 milljónir dala. Dýrasta málverkið hafði síðustu 15 árin hins vegar verið „Vatnaliljutjörnin“ eftir Claude Monet sem selt var fyrir 80,4 milljónir dala 2008. „Kona með blævæng“ var síðast selt á uppboði í New York 1994 fyrir 11,6 milljónir dala.