Neytendastofa er að skoða upplýsingagjöf olíufélaganna vegna breytinga á bensínblöndu snemma í vor. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur gagnrýnt hvernig staðið var að málum þegar hafin var sala á E10 blöndu af 95 oktana bensíni í stað E5-blöndunnar sem hér var áður á markaði. Í nýlegu FÍB-blaði er vakin athygli á því að etanólið sem blandað er saman við bensínið beri ekki vörugjöld eða kolefnisgjald og E10 sé ódýrara en bensín í Danmörku.
Athugun Neytendastofu snýst aðeins um upplýsingagjöf fyrirtækjanna þar sem engin ákvæði í lögum sem stofan vinnur eftir heimilar henni að hafa afskipti af verðlagningu bensíns, samkvæmt upplýsingum stofunnar. Beðið er eftir svörum olíufélaganna. » 4