Að ávarpa merkir að heilsa, tala til e-s, yrða á e-n, halda ræðu o.fl. Forsætisráðherra ávarpar þjóðina 17. júní og í gær var ég ávarpaður á götu og spurður hvenær norðurljósin yrðu kveikt

Að ávarpa merkir að heilsa, tala til e-s, yrða á e-n, halda ræðu o.fl. Forsætisráðherra ávarpar þjóðina 17. júní og í gær var ég ávarpaður á götu og spurður hvenær norðurljósin yrðu kveikt. Enska sögnin to address þýðir fleira, m.a. taka á (e-u), fjalla um (e-ð). Og nú er farið að „ávarpa orðróm“ á alþingi – og tönnlast á því.