Frá kvennafrídeginum.
Frá kvennafrídeginum.
Ísland var efst á lista yfir jafnrétti kynjanna fjórtánda árið í röð samkvæmt lista sem byggist á niðurstöðum skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Í skýrslunni er litið til stöðu jafnréttismála í 146 ríkjum á sviði stjórnmála, atvinnu, menntunar og heilbrigðis

Ísland var efst á lista yfir jafnrétti kynjanna fjórtánda árið í röð samkvæmt lista sem byggist á niðurstöðum skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Í skýrslunni er litið til stöðu jafnréttismála í 146 ríkjum á sviði stjórnmála, atvinnu, menntunar og heilbrigðis. Í ár hlaut Ísland einkunnina 91,2 stig en næstu lönd á eftir eru Noregur með 87,9 stig og Nýja-Sjáland með 85,6 stig. Meðaleinkunn allra 146 ríkjanna er 68,4 stig. Ísland skarar helst fram úr á sviði pólitískrar valdeflingar kvenna og fær þar 90,1 stig en meðaltalið á heimsvísu er 22,5 stig.