Fjölhæfur Höfundur og leikari Fransí Biskví er Elfar Logi Hannesson.
Fjölhæfur Höfundur og leikari Fransí Biskví er Elfar Logi Hannesson.
Kómedíuleikhúsið frumsýndi í vikunni nýtt íslenskt leikrit sem nefnist Fransí Biskví. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, en leikstjóri Marsibil G. Kristjánsdóttir

Kómedíuleikhúsið frumsýndi í vikunni nýtt íslenskt leikrit sem nefnist Fransí Biskví. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, en leikstjóri Marsibil G. Kristjánsdóttir. Tónlist er eftir Björn Thoroddsen gítarleikara og Sunnefa Elfarsdóttir hannar leikmynd og búninga.

Í sýningunni er „hin fransk-íslenska sjómannasaga sögð með sérstakri áherslu á sögu- og leikhússtaðinn Haukadal,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að sýningin sé sýning ársins í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal, Dýrafirði.

„Árlega voru hinir frönsku sjómenn fastir, eða öllu heldur siglandi gestir á Haukadalsbótinni. Mörg gerðust þar samskiptin og ævintýrin millum Haukdæla og Fransmanna svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.“ Næstu sýningar verða 7., 9., 19. og 22. júlí kl. 20 öll kvöld. Miðasala fer fram í síma 891-7025 og á vefnum tix.is.