Reykjanesbær Skýrsla Deloitte sýndi fram á að fjárveitingar til HSS á árunum 2008-2023 drógust saman um 27% sé miðað við íbúafjölgun.
Reykjanesbær Skýrsla Deloitte sýndi fram á að fjárveitingar til HSS á árunum 2008-2023 drógust saman um 27% sé miðað við íbúafjölgun. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar átti fund í gær með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna stöðu heilbrigðismála þar á bæ. Bæjarfulltrúar sem Morgunblaðið ræddi við segja ánægjulegt að hafa fengið fund með ráðherra til að ræða stöðu heilbrigðismála og framtíð þeirra í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar átti fund í gær með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna stöðu heilbrigðismála þar á bæ.

Bæjarfulltrúar sem Morgunblaðið ræddi við segja ánægjulegt að hafa fengið fund með ráðherra til að ræða stöðu heilbrigðismála og framtíð þeirra í Reykjanesbæ. Leggja þeir áherslu á að ástandið í heilbrigðismálum sé ekki nógu gott í bænum en að vonir séu bundnar við það að ástandið batni með nýrri einkarekinni heilsugæslu í haust. Nauðsynlegt sé að tryggja að öflugt sjúkrahús sé á svæðinu.

Bæjarfulltrúarnir segja að ráðuneytið hafi sýnt mikinn skilning á stöðu mála og vonast eftir frekari samráði þegar næstu skref verða tekin í heilbrigðismálum í Reykjanesbæ.

Deloitte vann skýrslu fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og hún sýndi fram á að á árunum 2008-2023 voru skerðingar á fjárveitingu á hvern íbúa 27% ef litið er á stofnunina í heild sinni. Þegar aðeins sjúkrasviðsliðurinn var skoðaður nam skerðingin 50%. Sú skýrsla birtist í síðasta mánuði. hng@mbl.is