Í Bæjarbíói í Hafnarfirði næstkomandi laugardag, 8. júlí, milli kl. 14 og 17 gefst fólki kostur á að kynna sér þá kúnst að prjóna ullarpeysu fyrir jólin, eins og mikilla vinsælda hefur notið á síðari árum
Í Bæjarbíói í Hafnarfirði næstkomandi laugardag, 8. júlí, milli kl. 14 og 17 gefst fólki kostur á að kynna sér þá kúnst að prjóna ullarpeysu fyrir jólin, eins og mikilla vinsælda hefur notið á síðari árum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, því prjónaskapur getur verið svolítil list að læra. Kynntar verða peysuuppskriftir eftir vinkonurnar Eddu Lilju og Arndísi Ósk á þessum viðburði sem er öllum opinn. Aðgangi fylgja prjónauppskriftirnar Þinur og Knúpur en viðburðurinn er betur kynntur á vefnum tix.is.