Heimsþekkt Forsíða á sérhefti frá apríl 2018.
Heimsþekkt Forsíða á sérhefti frá apríl 2018.
Öllu fastráðnu starfsfólki National Geographic, alls 19 manns, hefur verið sagt upp og verður tímaritið framvegis aðeins unnið af lausafólki. Í frétt Washing­ton Post um málið kemur fram að tímaritið, sem nú er í eigu Walt Disney Co., verði áfram…

Öllu fastráðnu starfsfólki National Geographic, alls 19 manns, hefur verið sagt upp og verður tímaritið framvegis aðeins unnið af lausafólki. Í frétt Washing­ton Post um málið kemur fram að tímaritið, sem nú er í eigu Walt Disney Co., verði áfram gefið út mánaðarlega. Með uppsögnunum fær tímaritið aukinn „sveigjanleika til að miðla ólíkum sögum og ná til almennings þvert á miðla okkar,“ segir Chris Albert, talsmaður National Geographic, en fyrirtækið starfrækir einnig sjónvarpsstöðvarnar National Geogra­phic og Nat Geo Wild. Samhliða breytingunni verður hætt að selja tímaritið í lausasölu í Bandaríkjunum.

Tímaritið National Geographic, sem stofnað var 1888, er heimsfrægt fyrir metnaðarfulla umfjöllun og glæsilegar myndasyrpur. Árið 1930 voru áskrifendur í Bandaríkjunum ein milljón og urðu flestir 12 milljónir undir lok 9. áratugar síðustu aldar auk milljónir áskrifenda á heimsvísu. Tímaritið hefur á síðustu árum, líkt og aðrir prentmiðlar, átt undir högg að sækja í breyttu fjölmiðlalandslagi.