Útfarir Fjölmenni var í gær við útfarir Palestínumanna í Jenín sem féllu í aðgerðum Ísraelsher í borginni. Hrópuðu viðstaddir vígorð gegn Ísrael.
Útfarir Fjölmenni var í gær við útfarir Palestínumanna í Jenín sem féllu í aðgerðum Ísraelsher í borginni. Hrópuðu viðstaddir vígorð gegn Ísrael. — AFP/Ahmad Ghara
Ísraelsher lýsti því yfir að aðgerðum hersins á Vesturbakkanum væri formlega lokið. Tólf Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður féllu í aðgerðunum, sem beindust að nokkrum mismunandi vígasamtökum, þar á meðal Hamas og Heilögu stríðu, í borginni Jenín

Ísraelsher lýsti því yfir að aðgerðum hersins á Vesturbakkanum væri formlega lokið. Tólf Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður féllu í aðgerðunum, sem beindust að nokkrum mismunandi vígasamtökum, þar á meðal Hamas og Heilögu stríðu, í borginni Jenín.

Aðgerðirnar hófust á mánudaginn og voru fyrstu útfarir þeirra sem féllu haldnar í dag að viðstöddum múg og margmenni í miðborg Jenín. Skutu vígamenn úr rifflum upp í loft meðan mannfjöldinn hét hefndum fyrir andlát mannanna.

Vígamenn á Gasasvæðinu ákváðu í fyrrinótt að skjóta eldflaugum á Ísrael og svaraði Ísraelsher með loftárásum á valin skotmörk. Ekkert mannfall var tilkynnt í kjölfar eldflaugaárásanna eða loftárásanna.

Heita áframhaldandi ógn

Forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna Heilags stríðs lýstu því yfir í gær að vígamenn þeirra hefðu unnið „hetjulegan sigur“ og hétu því að bæði Jenín og flóttamannabúðir í nágrenni borgarinnar, þar sem fjöldi vígamanna hefur haft aðsetur sitt, myndu áfram vera ógn sem ásæki Ísraelsmenn.

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að herinn hefði fundið fjölda vopna og sprengiefna í aðgerðum sínum, og að hver sem hótaði börnum og þegnum Ísraels mætti eiga von á að finna fyrir fullum mætti hersins.