Sjúkrahús Upp kom alvarleg hópsýking sem tengist hóteli á Austurlandi, hópur kvenna og ferðamenn sem snæddu á hótelinu veiktust margir illa.
Sjúkrahús Upp kom alvarleg hópsýking sem tengist hóteli á Austurlandi, hópur kvenna og ferðamenn sem snæddu á hótelinu veiktust margir illa. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nóróveiru­sýk­ing sem lét á sér kræla í síðustu viku er í rén­un á Norður­landi. Örn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á HSN og um­dæm­is­lækn­ir sótt­varna á Norður­landi, seg­ir eng­ar fregn­ir hafa borist af frek­ari smit­um und­an­farna daga

Nóróveiru­sýk­ing sem lét á sér kræla í síðustu viku er í rén­un á Norður­landi. Örn Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á HSN og um­dæm­is­lækn­ir sótt­varna á Norður­landi, seg­ir eng­ar fregn­ir hafa borist af frek­ari smit­um und­an­farna daga.

Þrír voru vistaðir á heil­brigðis­stofn­un á Sauðár­króki í síðustu viku. Einn þeirra var send­ur til Ak­ur­eyr­ar vegna al­var­leika veik­ind­anna. Fyr­ir var einn sjúk­ling­ur vistaður á Ak­ur­eyri. Kona á níræðis­aldri lést í kjöl­far sýk­ing­ar.

Hildigunnur Svans­dótt­ir, hjá Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands, segir ekki hafa komið til frek­ari inn­lagna. En eins og fram hef­ur komið kom upp hóp­sýk­ing sem teng­ist hót­eli á Aust­ur­landi. Verst kom sýk­ing­in niður á hópi kvenna úr Skagaf­irði og hópi ferðamanna sem snæddi á hót­el­inu. vidar@mbl.is