[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Hugmyndin að stofnun Ástarsögufélagsins vaknaði við umræðu innan ritlistarinnar og á meðal nokkurra rithöfunda um hvað það væri lítið um útgáfu á bókmenntum og umræðum um ástina, þó að víða megi finna hana sem drífandi undirliggjandi kraft

„Hugmyndin að stofnun Ástarsögufélagsins vaknaði við umræðu innan ritlistarinnar og á meðal nokkurra rithöfunda um hvað það væri lítið um útgáfu á bókmenntum og umræðum um ástina, þó að víða megi finna hana sem drífandi undirliggjandi kraft. Við finnum að lesendur þrá að lesa bækur, nóvellur, prósa og ljóð um ástina. Í stuttu máli sagt var Ástarsögufélagið stofnað vegna bæði innri og ytri þarfar fyrir meiri ást í ræðu og riti,“ segir Brynja Sif í samtali við Smartland.

Mega landsmenn eiga von á því að höfundar fari að skrifa ástarsögur í löngum röðum núna?

„Já, það er markmiðið að setja athyglina á vandaða texta um ástina sem hrífa lesandann með sér. Allt frá ástarbréfum til gjörninga og viðburða sem fá hjartað til að slá hraðar,“ segir hún.

Hvað er það við ástarsögur sem er svona heillandi?

„Ástin er eitthvað sem allar manneskjur bæði þurfa og þrá. Hún getur lyft okkur hærra en okkar eigið ímyndunarafl sér fyrir og einnig dregið fram það myrkasta í mannlegu eðli. Ástin býður upp á allt litróf tilfinninga sem tungumálið getur tjáð og meira til. Manneskjunni líður vel þegar hún setur athyglina á það sem stendur hjarta hennar næst. Að lesa vel skrifaðan spennandi texta tileinkaðan ástinni sigrar tímann, við gleymum okkur og leggjum bókina frá okkur með ánægjuandvarpi sem fylgir okkur út í lífið.“

Eruð þið í samvinnu við einhver bókaforlög eða mun Ástarsögufélagið gefa út sjálft?

„Ástarsögufélagið mun gefa út sjálft til þess að halda óheftu frelsi sínu og frumleika.“

Hver verður fyrsta bókin sem verður gefin út?

„Fyrsta bókin mun koma út fyrir næstu jól og mun hún innihalda örsögur og smásögur drifnar áfram af ást. Í þessari fyrstu bók verða sögur eftir alla þá færu penna sem stóðu að stofnun Ástarsögufélagsins,“ segir Brynja.

Stofnfélagar í Ástarsögufélaginu eru eftirfarandi:

Anton Sturla Antonsson

Árni Árnason

Ásdís Káradóttir

Axel Jansson

Berglind Erna Tryggvadóttir

Bergþóra Björnsdóttir

Birna Hjaltadóttir

Birna Stefánsdóttir

Brynhildur Yrsa Valkyrja

Brynja Sif Skúladóttir

Daníel Daníelsson

Elísabet Kristjánsdóttir

Guðrún Friðriks

Halldór Magnússon

Harpa Dís Hákonardóttir

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir

Hrönn Blöndal

Jóna Valborg Árnadóttir

Jónína Óskarsdóttir

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Theódórsdóttir

Kristín Arngrímsdóttir

Margrét Sigríður Eymundardóttir

María Hrönn Guðmundsdóttir

Ragnheiður Hrafnkelsdóttir

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Rannveig Lydia Benediktsdóttir

Rúnar Helgi Vignisson

Sigrún Björnsdóttir

Sölvi Halldórsson

Stefán Hrafn Stefánsson

Valgerður Ólafsdóttir

Þórhildur Sveinsdóttir

Þórunn Rakel Gylfadóttir

Ösp Eldjárn.