Nikótínpúðar.
Nikótínpúðar.
„Þessir nikótínpúðar eru farnir að valda bruna og stundum ofnæmisviðbrögðum. Það er eitthvað sem maður sá ekkert endilega með munntóbakið,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns, í samtali við mbl.is

„Þessir nikótínpúðar eru farnir að valda bruna og stundum ofnæmisviðbrögðum. Það er eitthvað sem maður sá ekkert endilega með munntóbakið,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns, í samtali við mbl.is.

Neysla nikótínpúða hér á landi hefur stóraukist undanfarin ár. Stefán segir tannholdið hörfa með tímanum vegna notkunar púðanna og að þeir geti valdið bruna, bólgum og jafnvel ofnæmisviðbrögðum.

„Þegar maður er með stöðugan áverka á tannholdið þá hörfar það og það er það sem gerist oft þegar fólk er að taka þessa púða í vörina. Þeir sem eru með þynnra tannhold eru útsettari fyrir því að fá svona hörfanir.“

Tannlæknar sjá merki þess að börn á grunnskólaaldri séu að nota púðana.