Þarfaþing Regnhlífar voru mikið notaðar í nýliðnum júnímánuði.
Þarfaþing Regnhlífar voru mikið notaðar í nýliðnum júnímánuði. — Morgunblaðið/Eggert
Sólskinsstundir mældust 102,7 í Reykjavík í nýliðnum júní eða 86,8 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, að því er fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Þetta er sjötti sólskinssnauðasti júnímánuður í Reykjavík frá upphafi sólskinsstundamælinga árið 1911

Sólskinsstundir mældust 102,7 í Reykjavík í nýliðnum júní eða 86,8 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, að því er fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Þetta er sjötti sólskinssnauðasti júnímánuður í Reykjavík frá upphafi sólskinsstundamælinga árið 1911. Á Akureyri mældust sólksinsstundirnar 224,3 sem er 34,4 stundum yfir meðallagi.

Mánuðurinn var úrkomusamur á suður- og vesturhelmingi landsins. Í Reykjavík mældist úrkoma mánaðarins 93,4 millimetrar. Er það meira en tvöföld meðalúrkoma júnímánaða árin 1991 til 2020. Nýliðinn mánuður var fimmti úrkomumesti júnímánuður frá upphafi úrkomumælinga í Reykjavík á níunda áratug 19. aldar. Hins vegar mældist úrkoman aðeins 14,9 mm á Akureyri, eða 72% meðallags. Í Stykkishólmi mældist einnig tvöföld meðallagsúrkoma, eða 64,1 mm.

Mánuðurinn var sérlega hlýr á Norður- og Austurlandi. Til að mynda hefur júnímánuður aldrei mælst eins hlýr á Akureyri og Egilsstöðum og mánuðurinn skipast á meðal hlýjustu júnímánaða frá upphafi mælinga víða á norðan- og austanverðu landinu.

Meðalhitamet júnímánaðar féllu á þónokkrum stöðum, t.d. á Akureyri og Egilsstöðum og á Hallormsstað mældist hæsti mánaðarmeðalhiti sem mælst hefur í júní á Íslandi, 27,9 stig. sisi@mbl.is