Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp á franska meistaramótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í Asnieres-sur-Seine. Jules Moussard (2.610) hafði hvítt gegn Etienne Bacrot (2.672). 48

Staðan kom upp á franska meistaramótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í Asnieres-sur-Seine. Jules Moussard (2.610) hafði hvítt gegn Etienne Bacrot (2.672). 48. … Bd5! 49. Hxb2 Bxe4+ 50. Kg3 Hc7 51. f3 Bd5 52. e4 Bf7 svartur stendur núna vel að vígi enda manni yfir og með frípeð á a-línunni. Hvítur er samt með sín færi vegna fjögurra peða sinna á kóngsvæng. 53. Hb4 a5 54. Ha4 Ha7 55. f4 Bb3 56. Ha3 a4 57. f5 h6 58. Kf4 Hd7 59. h4 Hd1 60. g5 Hf1+ 61. Kg3 h5 og svartur vann um síðir. Þessi skák var tefld í 11. og þriðju síðustu umferð og fyrir hana leiddi Bacrot mótið með 9 1/2 vinning. Hann tapaði einnig tveimur næstu skákum og átti því vægast sagt hræðilegan endasprett, þessi eitt sinn sterkasti skákmaður Frakka. Á morgun hefst alþjóðlegt skákmót í Valenciu á Spáni þar sem íslenskir skákmenn taka þátt.