Öryggismál Myndin hér að ofan var tekin á æfingu íslenskra og erlendra sprengjusérfræðinga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Öryggismál Myndin hér að ofan var tekin á æfingu íslenskra og erlendra sprengjusérfræðinga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. — Morgunblaðið/Eggert
Ísland mun leggja til grunnbúnað fyrir þátttakendur í þjálfunarverkefni í sprengjuleit og eyðingu að andvirði um 50 milljóna króna. Búnaðurinn, sem m.a. nýtist við þjálfunina, verður fluttur til Úkraínu þar sem hann verður notaður við leit að jarðsprengjum og eyðingu

Ísland mun leggja til grunnbúnað fyrir þátttakendur í þjálfunarverkefni í sprengjuleit og eyðingu að andvirði um 50 milljóna króna. Búnaðurinn, sem m.a. nýtist við þjálfunina, verður fluttur til Úkraínu þar sem hann verður notaður við leit að jarðsprengjum og eyðingu. Er það utanríkisráðuneytið sem greinir frá þessu.

Norðurlöndin, þ. á m. Ísland, auk Litáen taka þátt í að leiða þjálfunarverkefni í sprengjuleit og eyðingu og hófst það í mars síðastliðnum.

„Gríðarlegt landflæmi í Úkraínu er nú undirlagt jarðsprengjum. Þetta veldur gríðarlegri hættu til bæði lengri og skemmri tíma, bæði fyrir úkraínska hermenn og svo almenning til langrar framtíðar. Ísland hefur fram að færa þekkingu og reynslu sem getur nýst í þessu mikilvæga verkefni,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra.