Edinborg Karl 3. tekur hér við kórónu Skotlands við athöfnina í gær.
Edinborg Karl 3. tekur hér við kórónu Skotlands við athöfnina í gær. — AFP/Jane Barlow
Karl 3. Bretakonungur fékk í gær afhenta kórónu Skotlands ásamt öðrum krúnudjásnum landsins, veldissprota og sverð við hátíðlega athöfn í St. Giles-dómkirkjunni í Edinborg. Tveir mánuðir verða liðnir á morgun frá krýningu Karls, en þetta var fyrsta…

Karl 3. Bretakonungur fékk í gær afhenta kórónu Skotlands ásamt öðrum krúnudjásnum landsins, veldissprota og sverð við hátíðlega athöfn í St. Giles-dómkirkjunni í Edinborg. Tveir mánuðir verða liðnir á morgun frá krýningu Karls, en þetta var fyrsta opinbera heimsókn hans og Kamillu drottningar til Skotlands frá krýningunni.

Vilhjálmur ríkisarfi og Katrín, prinsessa af Wales, voru einnig viðstödd athöfnina, en fjölmenni fylgdist með þegar bifreið Karls og Kamillu ferðaðist til dómkirkjunnar. Fögnuðu flestir viðstaddra athöfninni.

Áætlað er að um 200 mótmælendur, sem vilja að Skotland verði lýðveldi, hafi einnig verið viðstaddir fyrir framan kirkjuna, en fjórir þeirra voru handteknir fyrir að ausa svívirðingum yfir konungshjónin.

Humza Yousef, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, var viðstaddur athöfnina, þó að hann sé lýðveldissinni, en nokkrir af þingmönnum Græningja á skoska þinginu ákváðu að sniðganga athöfnina af sömu ástæðu.