Myndlistarmaður Arnar Ásgeirsson.
Myndlistarmaður Arnar Ásgeirsson.
Arnar Ásgeirsson myndlistar­maður og Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna verða með leiðsögn í kvöldgöngu í kvöld, fimmtudag, kl. 20. „Arnar og Sigurður Trausti segja frá nýjum listaverkum eftir Arnar – veggmynd og skúlptúrum á Óðinstorgi og á Skólavörðuholti

Arnar Ásgeirsson myndlistar­maður og Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna verða með leiðsögn í kvöldgöngu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.

„Arnar og Sigurður Trausti segja frá nýjum listaverkum eftir Arnar – veggmynd og skúlptúrum á Óðinstorgi og á Skólavörðuholti. Verkin hafa skírskotun til norrænu guðanna, sem hverfið heitir eftir – oft nefnt goðahverfið. Í göngunni verða verkin formlega vígð en þau voru sett upp í kjölfar íbúakosningar á síðunni Betri Reykjavík – Hverfið mitt,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur fram að gangan taki einn og hálfan tíma og hefst hún við Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús. Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem fram fer á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Þátttaka er ókeypis.