Forðum gat kveðskapur verið kynngimagnaður, sbr. ákvæðavísur. Þá hefði verið hugsanlegt að „kveða menn í herinn“. En öllu fer aftur, nú verður að kveðja menn í hann. Kveðja þýðir þá kalla, boða
Forðum gat kveðskapur verið kynngimagnaður, sbr. ákvæðavísur. Þá hefði verið hugsanlegt að „kveða menn í herinn“. En öllu fer aftur, nú verður að kveðja menn í hann. Kveðja þýðir þá kalla, boða. Herkvaðning er dauðans alvara, þung refsing liggur við því að fela sig í kjallaranum og ilsig eitt eða ígildi þess getur bjargað.